8.4.2015

Nýr sjóðstjóri hjá Júpíter

Stefán Helgi Jónsson hefur tekið við starfi sjóðstjóra hjá Júpíter rekstrarfélagi en áður starfaði Stefán sem verðbréfamiðlari hjá MP banka. Stefán hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 2004 við fjárstýringu, eignastýringu og verðbréfamiðlun.

Stefán er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í fjármálum frá Heriot-Watt University og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.