Fyrir hverja er sjóðurinn

Sjóðurinn er ætlaður fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt í hlutabréfum til lengri tíma með virkri stýringu. Fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem sveiflur í gengi sjóðsins geta verið umtalsverðar.

Fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda hans með fjárfestingum í hlutabréfum skráðum á mörkuðum NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, óskráðum hlutabréfum og hlutabréfatengdum fjármálagerningum. Fjárfestingum sjóðsins er beint að þeim fjárfestingarkostum sem sjóðstjóri telur líklegasta til að skila bestri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu.

Um sjóðinn

Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (non-UCITS) skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er rafrænt skráður.