Fyrir hverja er sjóðurinn
Sjóðurinn er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu í innlendum skuldabréfum. Sveiflur í gengi sjóðsins geta verið nokkrar og ætti fjárfesting í sjóðnum því að vera hugsuð til lengri tíma.
Fjárfestingarstefna
Markmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda sjóðsins með virkri stýringu fjármuna á íslenskum skuldabréfamarkaði með og án ríkisábyrgðar. Með virkri stýringu getur meðallíftími og verðtryggingarhlutfall sjóðsins verið breytilegt frá einum tíma til annars.
Um sjóðinn
Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (non-UCITS) skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er rafrænt skráður.