Fyrir hverja er sjóðurinn

Sjóðurinn er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til skemmri tíma með fjárfestingum í innlánum fjármálafyrirtækja. Með fjárfestingu í sjóðnum má njóta hærri innlánavaxta í krafti stærðar sjóðsins.

Fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda hans til skemmri tíma með fjárfestingum í innlánum fjármálafyrirtækja. Sjóðurinn hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum með ábyrgð ríkissjóðs Íslands. Meðallíftími eigna sjóðsins er breytilegur en getur að hámarki verið 1 ár.

Um sjóðinn

Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (non-UCITS) skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er rafrænt skráður.