Fyrir hverja er sjóðurinn

Sjóðurinn er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu í sértryggðum skuldabréfum. Sveiflur í gengi sjóðsins geta verið nokkrar og ætti fjárfesting í sjóðnum því að vera hugsuð til lengri tíma.

Fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda sjóðsins með virkri stýringu í sértryggðum skuldabréfum. Sjóðurinn mun leitast við að halda fjárfestingum sínum í sértryggðum skuldabréfum sem mestri eða við 75% af heildareignum sjóðsins, nema markaðsaðstæður gefi tilefni til annars. Þá mun fjárfesting sjóðsins í ríkisskuldabréfum vera að jafnaði um 15-25% af heildareignum sjóðsins til að sjóðurinn sé fullfjárfestur, en það hlutfall fer að einhverju leyti eftir markaðsaðstæðum og lausafjárstýringu sjóðsins. Með virkri stýringu getur meðallíftími og verðtryggingarhlutfall sjóðsins verið breytilegt frá einum tíma til annars.

Um sjóðinn

Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (non-UCITS) skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er rafrænt skráður.