Fyrir hverja er sjóðurinn

Sjóðurinn er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til lengri tíma með virkri stýringu á skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Fjárfesting í sjóðnum ætti að vera hugsuð sem langtímafjárfesting þar sem sveiflur í gengi hans geta verið töluverðar.

Fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti sjóðfélaga með virkri stýringu á skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum tengdum skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs Íslands. Með virkri stýringu getur meðallíftími eigna sjóðsins verið breytilegur frá einum tíma til annars. Þá geta eignir sjóðsins verið hvort sem er verðtryggðar eða óverðtryggðar.

Um sjóðinn

Sjóðurinn er verðbréfasjóður (UCITS) skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði.