Fyrir hverja er sjóðurinn

Sjóðurinn er ætlaður þeim fjárfestum sem vilja ávaxta fé sitt til skemmri tíma með virkri stýringu á skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Sveiflur í gengi sjóðsins geta verið nokkrar.

Fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda hans með virkri stýringu á skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum tengdum skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs Íslands. Meðallíftími eigna sjóðsins er breytilegur en getur að hámarki verið 4 ár. Þá geta eignir sjóðsins verið hvort sem er verðtryggðar eða óverðtryggðar.

Um sjóðinn

Sjóðurinn er verðbréfasjóður (UCITS) skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði.