Söluaðilar

Kvika banki

Kvika hefur frá árinu 2007 annast viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóða Júpíters til almennra fjárfesta. Kvika býður upp á heildarlausnir í eignastýringu fyrir einstaklinga og fjárfesta með mismunandi áherslur. Kvika annast einnig miðlun verðbréfa á innlendum og erlendum mörkuðum jafnhliða margvíslegum verkefnum tengdum þjónustu og ráðgjöf til einstaklinga, stærri og smærri fyrirtækja, sjóða og opinberra aðila.

Sérbankaþjónusta Kviku veitir alhliða þjónustu og ráðgjöf varðandi daglega bankaþjónustu, sparnað og ávöxtun eigna, greiðslukort og lánamöguleika.

Fyrirspurnir má senda á sjodir@kvika.is eða hafa samband við starfsmenn sérbankaþjónustu Kviku í síma 540 3200. Frekari upplýsingar á http://www.kvika.is.

Júpíter annast sölu á hlutdeildarskírteinum til fagfjárfesta. Fagfjárfestar geta sent fyrirspurn á jupiter@jupiter.is eða hringt í 522 0010 og fengið upplýsingar um sjóði í rekstri félagsins.