Um Júpíter

Stjórn

Stjórn Júpíter rekstrarfélags hf. er skipuð þremur aðalmönnum og tveimur til vara og eru allir aðalmenn óháðir félaginu. Stjórn félagsins skipa, frá hluthafafundi þann 19. desember 2017:

 

Óttar Már Ingvason (f. 1971)

formaður

Óttar er framkvæmdastjóri Fossholts ehf. á Akureyri. Hann er vélfræðingur, lauk B.Sc. honor í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Óttar hefur setið í stjórn Júpíter frá 2009.

 

Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir (f. 1978)

varaformaður

Guðlaug starfar sem framkvæmdastjóri Stekks fjárfestingarfélags ehf. Guðlaug er með B.Sc. í viðskiptafræði frá New York University og MBA frá sama háskóla með sérhæfingu í tölfræðilegri fjármálafræði, alþjóðlegri fjármálafræði og hagfræði. Guðlaug hefur setið í stjórn Júpíter frá 2012.

 

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir (f. 1981)

meðstjórnandi

Eva er framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania. Hún er með B.Sc. í hagverkfræði og M.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Columbia háskólanum í New York og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Eva hefur setið í stjórn Júpíter frá 2017.

 

Einar Hugi Bjarnason hrl. (f. 1977)

varamaður

Einar er hæstaréttarlögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 2005.

 

Þórunn Hildur Þórisdóttir (f. 1973)

varamaður

Hildur er fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri Kviku banka hf. Hún er með B.A. gráðu í sálfræði og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.