Um Júpíter

Stjórn

Stjórn Júpíter rekstrarfélags hf. er skipuð þremur aðalmönnum og tveimur til vara og eru allir aðalmenn óháðir félaginu. Stjórn félagsins skipa, frá aðalfundi þann 12. mars 2018:

Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir (f. 1978)

formaður

Guðlaug starfar sem framkvæmdastjóri Stekks fjárfestingarfélags ehf. Guðlaug er með B.Sc. í viðskiptafræði frá New York University og MBA frá sama háskóla með sérhæfingu í tölfræðilegri fjármálafræði, alþjóðlegri fjármálafræði og hagfræði. Guðlaug hefur setið í stjórn Júpíter frá 2012.

Óttar Már Ingvason (f. 1971)

varaformaður

Óttar er framkvæmdastjóri Fossholts ehf. á Akureyri. Hann er vélfræðingur, lauk B.Sc. honor í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Óttar hefur setið í stjórn Júpíter frá 2009.

Andri Vilhjálmur Sigurðsson (f. 1972)

stjórnarmaður

Andri lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1998. Andri hefur starfað sem lögfræðingur í fjármálafyrirtækjum hér á landi og erlendis í fjölda ára. Vorið 2013 gekk Andri til liðs við Lögmenn Lækjargötu ehf. sem einn af eigendum stofunnar. Andri hefur setið í stjórnum fjölmargra sjóða og rekstrarfélaga sjóða hér á landi og erlendis frá árinu 2002.

Ólafur Páll Vignisson

varamaður

Anna Þórdís Rafnsdóttir

varamaður